Leandra Medine, tískubloggari með meiru og listunnandi er óþreytandi við að kasta fram djörfum hugdettum gegnum myndbönd sín sem birtast reglulega á Man Repeller, sem hún heldur sjálf úti.
Svo miklum vinsældum hafa örþættir hennar átt að fagna á undanförnum misserum að nú er svo komið að The Scene birtir seríur þar sem Leandra fer ofan í saumana á klassískum trendum í hátískuheiminum, þverbrýtur allar reglur og slær iðulega í gegn fyrir vikið.
Hér fer Leandra yfir sjálft minipilsið, hvernig best má velja saman fatnaðinn og hversu stuttur faldurinn á að vera, hvaða snið eru í boði og hvernig má brjóta reglurnar án þess að vera púkó.
Sumar velja að klæðast aðsniðnum, aðrar hringskornum, rétt ofan við hné, knallstutt … hvað sem þú kýst að gera, virðist Leandra vera með svarið við þeirri spurningu hvernig á að klæðast minipilsi í hvaða veðráttu sem er.
Skítt með veðrið, stelpur – minipils eru klassísk!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.