Það er fátt sumarlegra en að vera i flottum gallabuxum og fallegum hælaskóm. Það er auðvelt að klæða sig „upp“ fyrir fínna tækifæri og eins bara að vera í gallabuxum og bol með flott sólgleraugu þegar maður hendir sér í góða grillveislu.
Smart hvítblúnda og þessir dásamlegu hælar við gallabuxur.
Það er mikið um hvítar gallabuxur í sumar og ég mæli með því að þú nælir þér í einar. Smart við stuttan blazer jakka og bol.
Hér sérðu hvað tísku gúrúarnir mæla með við gallabuxurnar.
Þetta er flott fyrir sumarið, opnir hælar, flott naglalakk og smart toppur.