Þetta vínarbrauð er alveg dásamlegt og minnir mann á nokkrar konur úr sveitinni. Þessi uppskrift kemur frá Matarlyst og er birt með leyfi þeirra.
Gamaldags vínarbrauð
Hráefni:
500 gr hveiti
200 gr sykur
250 gr smjör
3 tsk lyftiduft
2 stór egg. (3 lítil)
2 tsk vanilludropar
2 tsk kardimommudropar
1 ½ dl mjólk
Sulta rabarbara eða sú sem ykkur finnst góð
Glassúr
Allt sett í hrærivélaskálina og hnoðað (notið k) þar til verður að kúlu. Bætið hveiti ef blandan er aðeins of blaut.
Setjið hveiti á borðplötuna og hvolfið deiginu þar á.
Skiptið deginu í 4 jafn stóra búta. Takið einn í einu og fletjið út, lengd og breidd er á við síðu í fréttablaðinu, passið að deigið festist ekki við borðið. Skerið deigið í tvennt eftir endilöngu, makið rabbabarasultu á hvorn bútinn fyrir sig. Brettið svo deigið upp að miðju til að loka sultuna inni gott að hafa smá bil á við 1cm.
Fáið 8 vínarbrauð úr þessari uppskrift.
Leggið vínarbrauðin á bökunnarpappír.
Bakið á 170 ° og blæstri í 20 mín.
Kælið áður en glassúr er settur á.
Glassúr
Blanda þá saman flórsykri, bökunarkakó, vanilludropum, vatni eða uppáhelltu kaffi.
Geymast vel í frysti, ekki setja glassúr fyrir frost.
Endilega smellið like-i á Matarlyst á Facebook.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.