Þetta æðisgengna vínarbrauð er frá Ljúfmeti og lekkerheitum.
Vínarbrauð með sultu og glassúr
- 125 g smjör við stofuhita
- ¾ dl sykur
- 1 egg
- 3 ½ dl hveiti
- ½ tsk lyftiduft
- um ¾ dl hindberjasulta frá St. Dalfour
Glassúr
- 1 dl flórsykur
- ¾ msk vatn
Hitið ofninn í 175°. Hrærið saman smjör og sykur. Bætið eggi og lyftidufti saman við og hrærið saman í slétt deig. Bætið að lokum hveiti saman við og hrærið þar til deigið er orðið slétt. Skiptið deiginu í þrjá hluta og rúllið hverjum hluta út í lengju. Mótið holu eftir miðri lengjunni og setjið sultuna þar í. Bakið í miðjum ofni í um 15 mínútur.
Látið lengjurnar kólna í nokkrar mínútur áður en glassúrinn er settur á. Hrærið saman flórsykri og vatni og setjið yfir lengjurnar. Skáskerið lengjurnar í bita áður en þær kólna alveg.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.