Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian var gestur í þættinum Ellen DeGeneres Show um helgina. Eins og margir vita þá tiplar Ellen ekki á tánum í kringum gesti sína og var hún óhrædd við að ræða við Kourtney um meint ástarsamband hennar og Justin Bieber. Kourtney, sem lítið hefur viljað tjá sig um orðróminn, varð verulega vandræðaleg og virtist ekki geta hætt að glotta. Ellen til mikillar ánægju.
Sjá einnig: Kourtney Kardashian gefur Justin upp á bátinn