Ef þú hélst að gömlu galló voru úr sér gengnar ættirðu að skoða þessar myndir. Hér eru skemtilegar hugmyndir hvernig hægt er að endurnýja gamlar gallabuxur á alla mögulega vegu.
#1 Smelltu smellum á skálmarnar
#2 Smellurnar fást í næstu föndurbúð
#3 Rokkaðar buxur
Klipptu göt og klóraðu upp með gaffli til að fá slitið lúkk
#4 Fallegt mynstur
Vintu buxurnar eins og tusku og skelltu límbandi yfir. Settu svo í klórbað í klukkutíma ti lað fá spennandi munstur. Settu buxurnar strax í þvottavélina.
#5 Þrengdu buxurnar
Hægt er að gera þetta með eða án renniláss
#6 Skelltu blúndum í buxurnar
Svona færðu fram shabby chick stílinn í gallabuxum
#7 Finndu listamanninn í þér
Slettu fatalit sem þolir þvott yfir buxurnar.
#8 Doppóttar buxur
Skelltu doppum á buxurnar með fatalit
#9 Fallega snjáðar buxur
#10 Gerðu eitthvað alveg einstakt
Málaðu munstur fríhendis ef þú treystir þér til