
Smart Socks var stofnað árið 2018 og hefur verið mjög vinsælt síðan þá. Smart Socks býður upp á áskrift að sokkum sem þú færð senda heim til þín. Hægt er að vera í 3, 6 eða 12 mánuði og sokkarnir eru svakalega fjölbreyttir og skemmmtilegir.


Ökklasokkarnir bættust við fyrir skemmstu og er góð viðbót fyrir þá einstaklinga sem vilja lága sokka.


Nú er líka hægt að vera í áskrift að nærbuxum sem eru líka gjöf sem allir þurfa á að halda.


Verð á gjafaáskriftum er frá 5.070 kr fyrir 3 mánaða áskrift, en hægt er að fá gjafaáskrift í 3, 6 eða 12 mánuði. Fyrsta sending fer oftast til greiðanda sem gefur gjöfina en sá sem fær gjöfina fær sokka beint inn um lúguna til sín í hverjum mánuði á meðan áskrift stendur.
Gjafaáskriftir hafa verið mjög vinsælar og sérstaklega á meðal karlmanna, en þar sem Smart Socks bjóða upp á stærðir frá 36 þá eru þetta einnig mjög skemmtilegar vörur fyrir konur.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.