Gefðu honum unaðslegt og erótískt nudd

Það finnst örugglega flestum gott að fá nudd frá elskunni sinni eftir erfiðan vinnudag eða bara svona annað slagið. Hér er góður leiðarvísir til þess að gefa manninum þínum erótískt nudd sem hann mun seint gleyma.

1. Hitaðu hann upp

Það eru margir sem glíma við stífa vöðva í baki og þá sérstaklega í öxlum og milli herðablaðanna.  Hitaðu vöðvana hans upp með því að setja olíu á mjóbakið á honum, setja annan þumalinn ofan á hinn og dreifa úr olíunni upp hrygginn á honum, endaðu á milli herðablaðana. Notaðu svo þumlana til þess að nudda efri hluta baksins og losaðu um spennuna í bakinu.

2. Fáðu blóðið til að streyma

„Dúmpaðu“ létt á mjóbakið á honum með jörkum handa þinna en það verður að vera neðarlega á mjóbakinu, rétt fyrir ofan rasskinnar. Þetta örvar hann kynferðislega og kemur blóðinu af stað, beint í áttina að kynfærunum.

3. Notaðu varirnar

Þegar þú ert búin að nudda bakið á honum aðeins notaðu þá handklæði eða eitthvað álíka til að þurrka mestu olíuna af honum svo hann sé ekki allur löðrandi. Taktu svo djúpan andadrátt og renndu vörunum þínum upp eftir hryggnum á honum, með aðra vörina hægra megin og hina  vinstra megin og andaðu hægt frá þér á leiðinni upp allan hrygginn á honum.

4. Búðu til hita

Notaðu hendurnar til þess að nudda upp eftir bakinu á honum, frá mænu og upp að hálsinum. Nuddaðu hægt og rólega, upp og niður með lófunum rétt fyrir neðan úlnlið og finndu hvernig húðin hitnar undir lófum þínum. Nuddaðu svo vel á milli herðablaðanna.

5. Færðu þig á heitari svæði

Snúðu þér nú við og vísaðu í átt að fótleggjum hans. Byrjaðu á að nudda ökklana hans með þumalfingrum og vísifingrum og myndaðu spennu sitt hvoru megin á ökklanum en alls ekki á hásinina sjálfa því það er ekki þægilegt. Í ökklum karlmanna eru þrýstipunktar, meðfram hásininni sem örva blöðruhálskirtilinn og eru tengdir við kynfæri hans. Ef þú finnur fyrir smá titring í fótlegg hans þá ertu á réttum stað, hann á að finna vel fyrir því ef þú ert á réttum stað.

6. Vertu nakin

Ef þú ert ekki nakin á þessum tímapunkti þá skaltu klæða þig úr öllu núna. Nú áttu að fara að nudda hann með þínum eigin líkama svo þú skalt fara að bera olíu á þig, því meira því betra.

7. Nudd og geirvörtur

Nú geturðu farið að nudda hann með því að nudda þér upp við hann. Ef hann snýr sér við skaltu örva á honum geirvörturnar með því að sleikja þær og sjúga. Hann mun elska það. Nú getið þið farið að spila þetta af fingrum fram
Góða skemmtun!

 

 

SHARE