Ameríski leikarinn Lorenzo Lamas greindi frá því á dögunum að eiginkona hans, hin 28 ára gamla Shawna Craig, gengi nú með barnabarn hans og væri komin fjóra mánuði á leið.
Hinn 57 ára gamli Grease leikari sagði frá þessu í viðtali við tímaritið Closer Weekly en Shawna, eiginkona Lorenzo, gengur með barn dóttur hans.
Shayne, sem er 29 ára, er elsta barn Lorenzo en hún lenti í þeirri hræðilegu lífreynslu á síðasta ári að missa fóstur. Shayne missti fóstrið sökum þess legið í henni rifnaði og þurfti að fjarlægja það í kjölfarið til þess að bjarga lífi hennar.
Eftir þennan atburð var Shayne, að eigin sögn, gjörsamlega niðurbrotin. Shayne og eiginmaðurinn hennar, Nik Ritchie, áttu fyrir dótturina Press sem var þá þriggja ára gömul.
Shawna, sem er jafnframt fimmta kona Lorenzo, bauðst til að ganga með annað barn þeirra Shayne og Nik og segir Shayne að bænum þeirra hafi verið svarað. Shawna á engin börn fyrir og hafa hún og Lorenzo gefið það út að þau ætli sér ekki eignast börn saman.
Tengdar greinar:
Yfirlýsing frá Stuðningsfélagi um staðgöngumæðrun á Íslandi
Samskipti fjölskyldna og staðgöngumæðrun
Missti fóstur fimm sinnum áður en hún varð mamma
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.