George Clooney (55) ætlar sér að vera heimavinnandi faðir, samkvæmt slúðursíðunni RadarOnline.
George, sem á von á tvíburum í júní með eiginkonu sinni, Amal, hefur hugsað sér að vera heima þegar börnin koma í heiminn. Þau búa í gömlu óðalsetri frá 17. öld í Englandi. Í húsinu eru 9 svefnherbergi og 8 baðherbergi og eru þau hjón búin að undirbúa heimilið fyrir komu barnanna.
Móðir George missti það útúr sér við fjölmiðla að tvíburarnir væru stúlka og drengur.