George Clooney ætlar að vera heimavinnandi faðir

George Clooney (55) ætlar sér að vera heimavinnandi faðir, samkvæmt slúðursíðunni RadarOnline.

George, sem á von á tvíburum í júní með eiginkonu sinni, Amal, hefur hugsað sér að vera heima þegar börnin koma í heiminn. Þau búa í gömlu óðalsetri frá 17. öld í Englandi. Í húsinu eru 9 svefnherbergi og 8 baðherbergi og eru þau hjón búin að undirbúa heimilið fyrir komu barnanna.

 

„George hefur ekki tekið að sér nein kvikmyndahlutverk og ætlar að einbeita sér frekar að framleiðslu og eftirvinnslu kvikmynda, segir heimildamaður The Sun.
„Það er honum mjög mikilvægt að gera Amal hamingjusama og hann vill vera virkur í föðurhlutverkinu. Hann lætur hana ráða öllu í sambandi við að ráða barnfóstrur en vill samt taka mjög virkan þátt.“

Móðir George missti það útúr sér við fjölmiðla að tvíburarnir væru stúlka og drengur.

 

SHARE