Leikarinn George Clooney gekk nýverið að eiga mannréttindalögfræðinginn Amal Clooney í fallegri athöfn á Feneyjum. Stuttu eftir brúðkaupið fóru hjónin að leita sér að húsnæði saman og heldur nú tímaritið Variety því fram að þau séu nýjir eigendur að bresku sveitasetri á einkaeyju við ánna Thames.
Húsið er 10 herbergja og byggt á 17. öld en stór hluti þess hefur verið gerður upp. Gólfin í þessu rúmlega 800 fermetra húsi eru ýmist parketlögð eða úr marmara. Nýuppgert eldhúsið skartar borðplötum úr marmara, nútíma búnaði og gulri eldavél.
Til þess að George og Amal geti síðan haldið sér í formi er íþróttasalur, sturta og gufubað.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.