Þeir Tobias Wong & J.A.R.K eru mennirnir á bakvið þessa framleiðslu, en þetta eru hylki með 24 kt gullflögum inni í. Þeir vilja meina að nútímaþjóðfélag sé með lúxus á heilanum og vilji sífellt meira. Með þessari hönnun segjast þeir vera að koma til móts við þessar kröfur almennings og þessi hylki séu tilvalin gjöf til þeirra sem eiga ALLT.
Töfluna á að taka inn og á að láta hægðirnar vera gullslegnar og fallegri. Já hljómar hálffurðulega en þetta er satt. Þeir sýndu þessa hönnun í Nútímalistasafninu í San Francisco ásamt þremur öðrum hlutum. Þessir hlutir voru partur af sýningu sem hét Indulgence, sem verður kannski best þýtt sem eftirlátssemi og eru þessir hlutir einmitt eitthvað sem þú myndir aldrei leyfa þér að kaupa, nema auðvitað ef þú ættir nóg af peningum og vissir ekki alveg í hvað þú ættir að eyða þeim.
Þetta eru hinir hlutirnir sem voru á sýningunni.
Þess má til gamans geta að J.A.R.K. stendur fyrir Just Another Rich Kid