Hver man ekki eftir gömlu góðu kókoskúlunum síðan í gamla daga? Sunnudagar eru kjörnir í eitthvað dúllerí með börnunum svo hér er uppskriftin af þeim:
Kókoskúlur
1 1/2 dl kókosmjöl
3 dl haframjöl
1 tsk vanillusykur
1 1/2 dl flórsykur
2 msk kakó
2 msk vatn
100 gr smjör
Blanda saman þurrefnum og hita smjör í örbylgjuofn í smástund og blanda vel saman með vatni.
Svo er deigið geymt í ísskáp og látið að kólna í ca. 30 mín og búnar til kúlur. Snilld er að setja kókosmjöl í poka, kúlurnar ofaní og hrista vel.
Geymist best í ísskáp.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.