Gerðu kókoskúlur með krökkunum – Uppskrift

coco kokos

Hver man ekki eftir gömlu góðu kókoskúlunum síðan í gamla daga? Sunnudagar eru kjörnir í eitthvað dúllerí með börnunum svo hér er uppskriftin af þeim:

Kókoskúlur 

1 1/2 dl kókosmjöl
3 dl haframjöl
1 tsk vanillusykur
1 1/2 dl flórsykur
2 msk kakó
2 msk vatn
100 gr smjör

Blanda saman þurrefnum og hita smjör í örbylgjuofn í smástund og blanda vel saman með vatni.

Svo er deigið geymt í ísskáp og látið að kólna í ca. 30 mín og búnar til kúlur. Snilld er að setja kókosmjöl í poka, kúlurnar ofaní og hrista vel.

Geymist best í ísskáp.

SHARE