Kertaljós er alltaf kósí og skapar réttu stemmninguna, sama hvort að þú ert bara ein/n heima, að undirbúa rómantíska kvöldstund með elskunni þinni eða partý með vinunum.
Kertalampi yfir vínglas er einföld, sniðug og flott hugmynd sem kostar lítið.
Það sem þarf:
- 22cm x 28 cm blað af vellumefni
- skæri
- mynsturskæri
- mynsturheftara
- lím, límbyssu
- vínglas
- sprittkerti
Fyrsta skrefið er að smella hér og sækja sniðið fyrir lampann, færa mynstrið yfir á vellumefnið og klippa út með skærum og mynsturskærum. Síðan má gata mynstur neðst á lampann. Límið saman. Setjið kertið í botninn á vínglasinu og lampann á toppinn. Einfalt og fallegt ekki satt?
Athugið að láta kerti aldrei loga eftirlitslaust!!
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.