Það er fátt jafn hátíðlegt og að skreyta jólatréð með fjölskyldunni. Það eru flestir með þessar venjulegu jólakúlur en svo eru sumir með eitthvað allt annað og jafnvel eitthvað heimatilbúið. Börnin á heimilinu föndra gjarnan jólaskraut á tréð á leikskólum og koma með það heim og þá er um að gera að nota það.
Hér eru nokkrar myndir af skemmtilegu skrauti sem er einfalt að gera.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.