Vegna þess að ég hef „misnotað“ linsur í mörg ár, þurfti ég að nota gleraugu í viku og koma svo í skoðun til að sjá hvort augun mín myndu þola það að fara í aðgerðina. Ég átti ekki einu sinni gleraugu sem ég gat látið sjá mig með svo ég fékk lánuð gleraugu hjá Sjónlag og mér fannst það frábær þjónusta.
Hér geturðu séð meira frá þessu ferli:
Komin með fullkomna sjón á nokkrum mínútum
Laseraðgerðin framkvæmd á nokkrum mínútum – Þetta verður þú að sjá!
Augnlaseraðgerðin mun auðveldari en ég átti von á
Ef þið hafið einhverjar spurningar um aðgerðina eða eitthvað sem henni tengist megið þið senda mér spurningar á kidda@hun.is og ég mun svara þeim í samvinnu við Sjónlag.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.