Vísindamenn eru að biðja um að athugað verði með hættuna af húðflúri, þessu er greint frá á Dailymail.
Vísindamennirnir óttast að eiturefni úr blekinu sem notað er í húðflúr geti komist inn í frumur líkamans og valdið krabbameini. Einkum óttast þeir að öreindir út blekinu komist inn í blóðstrauminn og valdi krabbameini í milta og nýrum og skaði hreinsikerfi líkamans.
Desmond Tobin, við Háskólann í Bradford sagði við Sunday Times að hann væri hissa á því að ekki væru reglur um blek sem notað er til að húðflúra fólk í Englandi og ýmsum evrópulöndum. Hann segir að þetta þurfi að athuga betur en eitt sé á hreinu að efnin sem eru í blekinu geti í sumum tilfellum verið eitruð.
Vísindamenn vilja sömu reglugerðir um blek sem notað er til að húðflúra fólk og hafa verið settar um tóbakneyslu og sólböð. Þeir vilja að fólk viti hverju það gengur að, þegar fólk fer í ljósabekki eða sólböð er þeim sagt að nota sólarvörn og varað er við hættunni af reykingum.
Við athugun hefur komið í ljós að ýmis efni hættuleg líkamanum eru stundum í blekinu og nú er verið að krefjast meiri rannsókna um hættuna af húðflúri eins og það er gert nú til dags. Nú þegar liggur fyrir að í sumum blektegundum er bæði kóbalt (grænir og bláir litir) og kvikasilfur (rauðir litir). Vísindamennirnir vilja að settar verði strangar reglur um hvaða efni má nota í húðflúr og segjast undrandi að ekki skuli vera neinar reglur um hvaða blek má og má ekki nota í mörgum löndum í Evrópu. Talað er um að húðflúrarar viti ekki alltaf hvaða efni eru í blekinu sem þeir nota og það er eitthvað sem talið er að þurfi að athuga.
Vísindamennirnir sem standa á bak við þessar rannsóknir vilja að fólk fái skriflegar upplýsingar um hugsanlegar áhættur þess að fá sér húðflúr og vilja að áhrif húðflúra á líkamann verði rannsökuð frekar.
Húðflúr er mjög vinsælt nú til dags og ekki eru öll lönd sem sett hafa reglur um efnin sem má nota við húðflúrun.
Eitt er þó víst, það er fullt af fólki sem fær sér húðflúr og virðist ekki verða meint af. Það er spurning hvað kemur úr þessum rannsóknum.