Það er oft mjög mikið áhyggjuefni fyrir konur að kynlífið verði aldrei eins eftir að maður eignast barn. Að píkan verði ekki eins. Að allt verði teygt og togað og það muni enginn njóta kynlífs með manni aftur. Karlar óttast svona líka, en myndu þeir segja það? Nei, ekki nema að þeir vilji missa höfuðið, eða eitthvað annað 😉
Sjá einnig: Kósý svefnherbergi – Hugmyndir
En konur, stúlkur, þetta verður allt í lagi. Já, píkan teygist og togast og allt verður frekar ólíkt því sem maður á að venjast þarna niðri. En þetta mun lagast. Gefðu þér smá tíma til að leyfa öllu að dragast saman. Ekki drífa þig í að stunda kynlíf, ef þú gerir það of snemma áttu kannski eftir að fá áfall, af því þá ertu ekki búin að dragast saman. 🙂
Að öllu gamni slepptu, ekki hafa áhyggjur. Hér eru nokkrar mömmur að ræða hvað gerist í kynlífinu eftir barneignir og þetta er bara nokkuð nærri lagi sem þær eru að segja.