Þetta er ofsalega átakanleg saga. Navar og Maia, frá Nýja Sjálandi, giftu sig en Navar lést daginn eftir brúðkaupið, vegna heilaæxlis sem hann hafði barist við í örfáa mánuði. Þau áttu eitt barn saman en hann var einungis 22 ára gamall.
Þegar Navar var borinn til grafar, skömmu eftir brúðkaupið, heiðruðu vinir hans og fjölskylda hann með Haka, sem er Nýsjálenskur siður.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.