Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen (34) sýndi það um helgina að hún stendur við bakið á eiginmanni sínum, Tom Brady (37), þegar hann keppti í ruðningi með liði sínu, New England Patriot.
Gisele, sem er best launaða fyrirsæta heims, hóf helgina á því að birta mynd af sér á Instagram og þremur börnum þeirra.
Saman eiga þau Benjamin 5 ára og Vivian 2 ára en fyrir átti Tom soninn John, sem er 7 ára, með fyrrum konu sinni.
Á laugardagsmorgun birti Gisele þessa ofursætu mynd af krökkunum við morgunverðarborðið, þar sem þau eru í merktum bolum eins og pabbi þeirra.
Þess má geta að lið Tom bar sigur úr bítum í leiknum
Tengdar greinar:
Gisele Bundchen í sundfatamyndatöku fyrir H&M – Myndir
Gisele Bundchen pósar nakin fyrir franska Vogue – Myndir