Það er svo gaman að ferðast um landið okkar fagra og sjá þá staði sem maður hefur jafnvel bara séð á myndum annarra. Ekki er það verra ef maður getur séð þessa fallegu staði í fallegu og sólríku veðri. Ég veit með sjálfa mig að það er oft ein taska með fötum og svo er önnur lítil með sem er með öllu baðdótinu mínu. Sumt hefur mér tekist að setja í minni brúsa en það er alltaf sjampó, hárnæring, hárolía og krem í hárið, svitalyktareyðir, dagkrem og næturkrem, augnkrem, andlitssápa, skrúbbur, augnfarðahreinsir, andlitshreinsir og svo framvegis og svo framvegis.
Við hérna á hún.is erum svo gríðarlega spenntar fyrir samstarfsfélaga okkar hjá ilma.is og ætlum að skella í skemmtilegan leik með ykkur kæru lesendur. Ilma.is er með fjöldan allan af frábærum, gæða vörumerkjum og eitt af þeim er Glov. Glov örtrefjaklútarnir eru algjör bylting að mínu mat. Ég á sjálf hanska til að taka farðann af og 2 af dætrum mínum líka. Við elskum þetta allar. Það eina sem þú þarft er vatn. Engin efni og þú nærð öllu af húðinni. Ég hef prófað allskonar blautþurrkur og hreinsiefni fyrir húðina en mér finnst húðin mín alltaf extra hrein eftir að hafa notað Glov hanskann. Þetta er svo mikil snilld og losar mann við allskonar farangur. Ég þvæ allan farðan af, skola svo hanskann og hengi hann á snaga og leyfi honum að þorna. Set svo næturkrem og ég er tilbúin að fara að sofa.
Það er svo margt sniðug sem kemur frá Glov, eins og margnota skífur til að taka farða af, appelsínuhúða-skrúbbhanska, lítill skrúbbur til að skrúbba varir og margt fleira.
Þar sem Verslunarmannahelgin er að bresta á eftir viku þá ætlum við og Ilma.is að setja smá leik í gang. Í verðlaun eru 4 gjafapakkar með Glov vörum.
Pakkarnir innihalda vörur frá Glov m.a. hreinsihanska, hreinsiskífur, tan away, skin smoothing líkamshanska og scrubex fyrir varir. Hver pakki innheldur líka auka glaðning
Eina sem þú þarft að gera er að:
- Setja like á Facebook síðu Ilma.is
- Elta Ilma.is á Instagram
- “Tagga” vin sem fær líka gjafakassa hér fyrir neðan og deila greininni.
Við drögum svo út 2 heppna vinningshafa 29. júlí næstkomandi.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.