Við sögðum ykkur frá brúðkaupi Amal Alamuddin og George Clooney á sunnudaginn og nú hafa verið gerðar opinberar myndir af brúðarkjól Amal.
Amal er alveg ofsalega glæsileg í kjólnum sínum sem er frá Oscar de la Renta, í brúðkaupinu á Ítalíu. Þessar myndir eru úr breska Hello þar sem þau prýddu forsíðuna, einstaklega flott bæði tvö.