Glæsileg tónleikadagskrá í Hörpu – EVE Fanfest

EVE Fanfest hátíð CCP fagnar tíu ára afmæli sínu í ár og fer fram í Hörpu dagana 1.-3. maí. Hátíðin hefur hefur vaxið og dafnað frá því hún fórst fyrst fram árið 2004 og fer nú fram í öllum rýmum Hörpu. Búist er við yfir 1.500 erlendum gestum í tengslum við hátíðina, m.a. yfir 90 erlendum blaðamönnum, og gert er ráð fyrir að hátt yfir 300 þúsund horfi á beina útsendingu frá viðburðinum.

Líkt og undanfarin lýkur EVE Fanfest hátíð CCP með stórtónleikum, sem gengið hafa undir nafninu Party at the Top of the World. Síðustu ár hefur CCP lagt sig fram við að bjóða upp á bæði íslenska sem erlenda listamenn og verður ekki breyting á því í ár.

ASGEIR 110114 26975 color_1_30x40Ásgeir, sem verið hefur á tónleikaferð víða um heim undanfarið, spilar á sínum fyrstu tónleikum í Reykjavík á árinu – áður en hann heldur út á ný í frekari landvinninga.

_MG_7214-6FM Belfast spiluðu síðast á Fanfest hátíðinni árið 2011 og koma nú fram á sínum fyrstu tónleikum eftir útgáfu glænýrrar breiðskífu; Brighter Days. Framundan hjá sveitinni eru tónleikar víða um heim, m.a. á Sónar hátíðinni í Barcelona.

Z-Trip2013_1Ameríski plötusnúðurinn og listamaðurinn Z-Trip, sem sem stundum er kallaður guðfaðir “mash-up” hreyfingarinnar, snýr aftur til Reykjavíku og slær síðan botninn í skemmtunina líkt og í fyrra. Z-Trip hefur unnið til fjölda verðlauna út um allan heim og komið fram og unnið með listamönnum á borð við Rolling Stones, M.I.A., Daft Punk, LL Cool J og Beck. Tónleikar með kappanum þykja mikið sjónarspil þar sem hann blandar saman margvíslegum tónlistarstílum og straumum við krafmikla sviðsmynd. Z-Trip lokaði Grammy verðlaunhátíðinni í fyrra – og verður hann lokaatriðið á Fanfest 2014.

ccp-concert-136 (1)

Meðal þeirra listamanna sem leikið hafa á tónleikum Fanfest hátíðarinnar síðustu ár, sem farið hafa fram bæði í Laugardalshöll og Hörpu, eru; GusGus, Booka Shade, Skálmöld, 2manyDJs og Retro Stefson.

Síðustu þrjú ár hefur orðið uppselt á tónleika Fanfest hátíðarinnar og því um að gera tryggja sér miða í tíma.

Miðasala fram í Hörpu og á Midi.is

Miðaverð á tónleikana er aðeins 2.900 krónur.

Einnig er hægt að kaupa miða á alla hátíðina á 11.900 krónur.

 

———————————————————————————————–

 

MYNDEFNI

Myndefni + bio listamanna: https://www.dropbox.com/sh/x6x2cs312ci882v/_vn6JAjQ4f

Myndir frá Fanfest: https://www.dropbox.com/sh/ujp4qfgs069tif6/8FmGc1zR6w

 

HLEKKIR

fanfest.eveonline.com/

asgeirmusic.com/

fmbelfast.com/

djztrip.com/

SHARE