Glæsilegt boð þar sem nýjungar í snyrtivörubransanum voru kynntar – Myndir

Í gær voru kynntar nýjustu vörurnar frá Yves Saint Laurent og Helenu Rubinstein. Boðið var haldið í heildsölunni Termu sem er umboðsaðili fyrir Helenu Rubinstein og Yves Saint Lauren ásamt ýmsum öðrum flottum merkjum. 


Við vorum kynntar fyrir nýrri húðvöru frá Helenu Rubinstein sem heitir RE – Plasti Pro Filler sem mun koma á markaðinn á Íslandi á næstu vikum.
RE – Plasti er krem fyrir kröfuharðar konur sem leita að snyrtivöru með mikilli virkni. Virknin í kreminu jafnast á við Hyaluronic sýrusprautu sem er algeng lýtaaðgerð hér á Íslandi. Það sem hyaluronic sýran gerir er að fylla upp í hrukkur og línur og styrkja og stinna húðina. RE – Plasti kemur í fallegum umbúðum og áferðin af kreminu er yndisleg, mjúk og fersk og myndar mjúka filmu á húðinni.

Þú notar kremið kvölds og morgna undir dag og næturkrem.

Við fengum einnig að kynnast nýja ilmnum frá Yves Saint Lauren, manifesto. Ilmurinn er frábær og mjög ferskur og ekki skemma fallegar umbúðir fyrir.

Íslenskar konur úr bransanum komu saman og fengu að kynnast þessum nýju vörum. Gestir voru leystir út með veglegum gjöfum, drykkjum og Sushi veislu. Takk fyrir gott kvöld!

Hér fyrir neðan getur þú séð nokkrar myndir úr boðinu.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here