Óskarsverðlaunin verða afhent næstkomandi sunnudag og liggur talsverð eftirvænting í loftinu; ekki síst þó er spennan fólgin í því hverju glæstar kvikmyndaleikkonur muni klæðast á rauða dreglinum þegar verðlaunaafhendingin verður haldin.
Tískufróðir ættu nú að gleðjast þar sem breska markaðsfyrirtækið Big Group hefur nú tekið saman og helgað kvöldkjólum kvikmyndastjarna heilt vefsvæði sem ber nafnið Oscar Dresses en hér má sjá skjáskot af vefsíðunni:
Á dásamlegri vefsíðunni, sem er gagnvirk og býður meðal annars upp á leit eftir nafni leikkvenna, áratug síðustu aldar, aldursskeið kvenna sem kjólunum klæddust og að sjálfsögðu einnig nafn hátískuhúss – má skoða alla helstu kvöldkjóla sem kvikmyndastjörnur Hollywood hafa klæðst á rauða dreglinum.
Ekki mun þó um algilda samantekt vera að ræða, en þetta segir á vefsvæði Big Group:
Við völdum þær leikkonur sem hafa hlotið Óskarsverðlaunin sem Besta leikkonan – hafa komið fram sjö sinnum eða oftar á verðlaunaafhendingunni og þess utan yfir tímabil sem spannar áratugi. Einhverjar frambærilegar leikkonur náðu því ekki á listann en við bindum þó vonir við að listinn muni stækka og dafna eftir því sem fram líða stundir. Hér eru þó, engu að síður, einar 17 stórleikkonur, 155 kvöldkjólar og 46 hátískuhönnuðir – allt eftir tímaröð, aldri og fleiri valmöguleikum. Njótið vel!
Vefsvæðið sjálft er gagnvirkt og býður sem áður sagði upp á fjölmarga leitarmöguleika, en valin skjáskot sem birtast hér eru einungis sýnishorn af því úrvali sem skoða má á vefsvæðinu sem ber nafnið Oscar Dresses
Dásamlegt vefsvæði sem varpar forvitnilegu ljósi á kvöldkjólatísku liðinna áratuga.
Hver er þinn uppáhalds?
Jezebel greindi frá
Tengdar greinar:
Óskarverðlaunahafinn Matthew McConaughey er sjóðheitur – Sjáðu myndirnar
Svona er Óskarinn búinn til – Myndir
Allir Óskarsverðlaunakjólar sigurvegara í aðalhlutverki kvenna frá upphafi
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.