Söngvarinn Bobby Brown og eiginkona hans Alica Etheredge eignuðust dóttur þann 11.júlí síðastliðinn. Fyrir eiga þau saman soninn Cassius. Fjölskyldan hefur glímt við mikla sorg á árinu en dóttir Bobby og söngkonunnar Whitney Houston, Bobbi Kristina Brown, fannst meðvitundarlaus í baðkari þann 31. janúar síðastliðinn. Var henni haldið sofandi í kjölfarið og vart hugað líf.
Sjá einnig: Bobbi Kristina tekin úr öndunarvel
Sjá einnig: Bobbi Kristina Brown: Líffærin eru farin að gefa sig og útlitið ekki bjart
Í apríl bárust fregnir af því að Bobbi væri vöknuð úr dáinu og laus úr öndunarvél. Í lok júní birtu fjölmiðlar svo yfirlýsingu frá fjölskyldunni þar sem fram kom að Bobbi Kristina hefði verið færð yfir á líknardeild og að örlög hennar væru nú í Guðs höndum.