Gleðilegt nýtt ár, kæru lesendur!

Þá er árið 2015 runnið upp! Ritstjórn HÚN óskar lesendum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar hjartanlega fyrir samfylgdina á árinu sem var að líða.

Við göngum fagnandi mót þessum spennandi og skemmtilegu tímamótum sem áramótin fela í sér, fullar bjartsýni og tilhlökkunar til að takast á vð verkefni á nýju ári með fjölmörgum og sístækkandi lesendahóp okkar.

Áramótin eru merkilegur tími fyrir marga parta, ófáir strengja áramótaheit og hefja nýjan lífsstíl, stokka upp gömlu spilin og gefa upp á nýtt. Við á ritstjórn viljum hvetja lesendur til að deila árangurssögum, markmiðum og ábendingum um efni – en við tökum við innsendum greinum á netfangið ritstjorn@hun.is og gætum að sjálfsögðu nafnleyndar, sé þess óskað.

Hver sem markmið þín eru um þessi áramót, óskum við þess eins að þú náir settu marki og deilir árangri þínum með okkur og lesendum!

Gleðilegt ár, kæru lesendur og takk fyrir samfylgdina á því liðna!

Til gamans ætlum við að fara aðeins yfir árið sem er að líða og þessar greinar eru þær vinsælustu á árinu 2014:

Furðulegir hlutir sem HANN gerir – Ekki fyrir viðkvæma!

„Ég hef verið mjög þreytt í mörg ár“ – Kristjana Marín segir okkur sína sögu

Bréf frá einum fertugum

„Hann hélt hann væri klárari en dópið“

Þessi unga kona er ótrúlega hugrökk – Mynd

6 ára sonur hennar var myrtur – Þjóðarsálin

 

SHARE