Þau eru afar sérstæð, stofuborðin sem bandaríski listamaðurinn Greg Klassen hannar og minna um margt á villtan árfarveg sem rennur gegnum stórbrotið skóglendi.
Hönnun Greg virðist daðra við þá fíngerðu línu sem skilur að húsgagnasmíði og hreina listsköpun, en hann starfar í nágrenni við sögunarmyllu í útjaðri Washington og hefur því afar gott aðgengi að voldugum trjábolum sem og afsöguðum afgangsbútum.
Fallegt stofuborð sem minnir á villta náttúruna:
Greg sníður plöturnar eftir vaxtarhringjum trjábola og sker úr glerplötuna sem hann smellir inn í sjálfan viðinn og útkoman er stórkostleg; minnir um margt á landakort eða hreina náttúruna.
Greg, sem er menntaður guðfræðingur, skrifar í kynningartexta á vefsíðu sinni: “Ég reyni að ganga í hjónaband og renna saman við náttúrulega fegurðina sem finna má í viðnum og fara með höndum handverksmannsins um æðarnar. Þegar viðurinn rennur saman við glerið, verður í raun ákveðið tónverk úr.”
Verk Greg eru til sölu – vefsíðan er HÊR og Facebook síðan er HÉR
[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”http://youtu.be/18Wg9kQ7eI0″]
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.