Gleypti tannburstann sinn – Erfitt að finna plast í röntgen

Georgie gleypti tannburstann sinn

Það getur verið háalvarlegt mál að bursta í sér tennurnar. Hin 19 ára Georgie Smith komst að því að eigin raun þegar hún gleypti óvart tannburstann sinn. Hún segir að hún hafi ekki getað stoppað tannburstann þegar hann fór af stað niður hálsinn á henni og bætir því við að hún sé þeim hæfileikum gædd að kúgast ekki þó svo að eitthvað fari ofan í kokið á henni.

Georgie segist í viðtali hjá The Sun hafa óttast mjög um líf sitt:

Ég hélt að ég myndi kafna og var steinhissa þegar ég fann að tannburstinn var ekki fastur í hálsinum á mér og ég gat í raun og veru andað.

Læknarnir sögðu Georgie að það væri ekkert hægt að gera í þessu og það þyrfti bara að bíða eftir að líkaminn hennar myndi losa sig við tannburstann á náttúrulegan hátt, og var málið hennar afgreitt þannig.

Það er ekki hægt að sjá plast í röntgen svo enginn gat vitað hvar tannburstinn var staðsettur. Hann hefði getað verið að leysast upp í innyflum mínum eða kominn í gegnum meltinguna.

Það er ekki jafn óvenjulegt og fólk heldur að gleypa tannburstann sinn og til er dæmi um 15 ára stúlku, frá Nýja Sjálandi, sem gleypti tannburstann sinn þegar hún missteig sig og datt meðan hún var að tannbursta. Þann tannbursta þurfti að fjarlægja með skurðaðgerð og var mikið skrifað um þá aðgerð í læknaritum þar í landi.

Annað dæmi er frá Jerúsalem. Þar var 25 ára kona sem gleypti tannburstann sinn og eyddi mörgum dögum í að sannfæra læknana um að hún væri ekki rugluð og þetta hefði í raun átt sér stað.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here