Nú eru stjörnurnar komnar í hátíðarskap og hafa hver á fætur annarri sést með glimmer í hárinu. Rita Ora er mikið fyrir að vera með glitrandi hár, rétt eins og Miley Cyrus og Leona Lewis, en hvaða tími er betri en jól og áramót til að skarta þessu trendi?
Sjá einnig: Glimmer í skiptinguna – Fyrir stórar og litlar stelpur
Aðferðin sem hefur verið notuð í glimmerhárið er ofureinföld og ætti að vera auðveld í framkvæmd fyrir hvern sem er. Einfaldlega veldu þér laust glimmer eftir smekk, blandaðu því við blautt gel og penslaðu því í greiðsluna.
Sjá einnig: DIY – Lærðu að gera geggjaðar „Marmaraneglur“ í volgu vatni!
Blautt gel og glimmer gera greiðsluna þína glimrandi flotta.
Sjá einnig: DIY: Hugmyndir að jólanöglum
Og svo að ógleymdum mönnunum. Menn með glitrandi skegg eru sjóðheitir!
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.