Þessar ljósmyndir tók ljósmyndarinn Alexey Kljatov en hér má sjá snjókristalla í nærmynd í allri sinni dýrð. Náttúran er alveg einstakur fagurkeri í sinni sköpun, það verður að segjast.
Með nútíma tækni er hægt að fanga hinn örsmáa snjókristal á filmu með ótrúlegri nákvæmni. Loks getum við með hjálp tækninnar séð hvernig frostrósirnar líta út því erfitt er að sjá þessa mögnuðu fegurð með berum augum.
Í þessum myndaþætti má sjá nútíma ljósmyndir Alexey Kljatov en neðar má sjá ljósmyndir frá árinu 1923 teknar af Wilson A. Bentley.
Formið á snjókristöllunum minnir á ævafornt form sem kallast Flower of Life. Í skemmtilegu kennslumyndbandi frá Spirit Science má læra um þetta magnaða form.
Vintage myndir af snjókristöllum eftir Wilson A. Bentley, teknar 1923
Heimild: National Geographic
Tengdar greinar:
Perlaðu falleg snjókorn fyrir jólin
Sjáðu frostrósir myndast á 20 sekúndum
Ljósmyndun – maðurinn á bakvið Made By Iceland