
Leikarar og kór í Áströlsku uppfærslunni af „The Lion King“ voru enn í gírnum eftir vel heppnaða sýningu og ekki enn alveg búin að koma sér niður þegar þau voru sest um borð í flugvél á heimleið. Þau náðu að gleðja fulla flugvél af farþegum þegar þau tóku titillag myndarinnar „Circle Of Life“ á leið sinni frá Brisbane til Sidney í Ástralíu.
Ekki amalegt skemmtiatriði um borð. Þetta fær mann til að brosa framan í daginn.