Æðislega gott og einfalt glútenfrítt Naan brauð.
Uppskrift:
- Hreint grískt jógúrt – 250 gr
- Olívu Olía – 36 gr (8 tsk)
- Lyftiduft – 9 gr (2 tsk)
- Salt – 9 gr (1 tsk)
- Glúten frítt hveiti – 330 gr.
Aðferð:
Byrja á því að setja Jógúrtið, olíuna, lyftiduftið og saltið í skal og hrærið saman. Leyfið því að standa í c.a. 10 min.
Setjið svo glútenlausa hveiti í skálina og hræri saman við sleikju. Mér finnst svo best að setja degið í hrærivél og nota hnoðarann til þess að hnoða það vel. Annar er líka hægt að hnoða það í höndunum en hafa þá glútenlaust hveiti við höndina þar sem það getur verið svolítið blautt.
Skiptið svo deginu í 8 kúlur og fletið þær út bara svona eins og óregluleg pizza.
Þar sem ég var að kaupa George Formann grill prófaði ég að steikja brauðið í því. Og viti menn það heppnaðist svona svakalega vel. Sett smá ólívuolíu á það og setti svo degið á grillið. Sneri svo brauðinu við eftir c.a. 2 min. En þið getið auðvitað líka gert þetta á pönnu.
Ef þið eruð fyrir hvítlauk er ekkert að því að búa sér til hvítlauksolíu og smyrja brauðin.