Þetta er alveg agalega góð blanda ofan á ristað brauð. Jarðarber og hnetusmjör. Blanda sem er sæt, stökk og vel hnetusmjöruð. Við sláum ekki höndinni á móti slíku, ó nei.
Sjá einnig: Franskar brauðrúllur
Fleygjum brauðinu í brauðristina.
Skerum jarðarberin.
Smyrjum með vænu magni af hnetusmjöri. Vel vænu.
Sjá einnig: Dásamlega gott rúsínuspeltbrauð
Jarðarberin ofan á. Bíta og njóta.
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.