Kaka:
- 3 bollar af hveiti
- 2 bollar sykur
- 1 tsk. salt
- 1 tsk matarsódi
- 1 tsk kanill
- 1 1/2 bolli ólívuolía
- 4 egg
- 1 tsk vanilludropar
- 1 1/2 bollar af valhnetum (saxaðar niður, notaðar sem skraut ofan á köku)
- 1 1/2 bollar kókósolía
- 2 bollar af fínt skornum gulrótum
- 1 bolli, þurr, saxaður ananas. ( hellir öllum safa af ananasinum)
Krem:
- 230 gr rjómaostur
- 6 tsks smjörlíki.
- 2 1/2 bollar flórsykur
- 1 tsk vanilludropar
- 2 tsk sítrónusafi.
Aðferð
1. Forhitaðu ofninn á 180 gr. Smyrðu 2 c.a 23 cm kökuform. Skerðu bökunarpappír og leggðu í botninn á kökuformunum.
2 Settu þetta í skál – olía, egg & vanilludropar, hrærðu vel. settu valhneturnar, sykurinn, kanilinn, matardódann, kókósolíuna, gulræturnar og ananasinn samanvið..
3 Smelltu þessu í kökuformið. Settu í miðjan ofninn og bakaðu í 45- 50 mínútur, fylgstu vel með kökunum. Þær eru tilbúnar þegar þú getur potað í kökuna með tannstöngli og hann kemur út hreinn. Kældu kökuna.
4 Þegar þú undirbýrð kremið, hrærðu rjómaostinn og smjörið saman í skál. Blandaðu flórsykrinum og hrærðu saman þar til blandan er laus við kekki. Hellgi vanilludropunum & sítrónusafanum samanvið & hrærðu.
5 Láttu kökuna kólna áður en þú setur kremið á. Þegar kakan hefur kólnað, smelltu valhnetum ofan á kremið og skreyttu kökuna þannig.
Njótið í góðum félagsskap