Við lifum í þjóðfélagi hraða og streitu og höfum oft lítinn tíma til að hugsa og staldra við.
Hér koma nokkur góð ráð til að laga til í sálinni og láta sér líða betur:
Hægðu á.
Gerðu stöðugt hvað þú getur til að hægja á hugsunum þínum og hreyfa þig hægt og rólega. Samtímis er skynsamlegt að gera minni kröfur til sín. Fækkaðu verkum þinum og láttu sum hafa forgang. Taktu þér nokkur stutt hvíldarhlé allan daginn. Gefðu þér tíma til að stunda tómstundir sem þér finnst gaman að og hafa góð áhrif á þig; það þarf ekki aö vera flóknara en svo að fara í göngutúr eða baka köku
Sjá einnig: 9 súpergóðar ofurfæðutegundir
Vertu ákveðin/n.
Horfstu í augu við vandamál þin og vittu til, þau minnka og hverfa jafnvel. Þú þarft viljastyrk til að framkvæma þetta og vera ákveðin/n. Viljasterkt og ákveðið fólk fer ekki í launkofa með hvað það hugsar og hvaða tilfinningar það ber i brjósti. Það getur sagt ,,nei“. Um leið og það lætur í ljós þarfir sínar og vandamál horfist það í augu við átök, á ákveðinn og kurteislegan hatt, Það virðir rétt annarra og gerir kröfur til að þeirra réttur sé lika virtur. Það bjargar sér sjálft fremur en að ætlast til að annað fólk lesi hugsanir þess. Þú getur æft viljastyrk eins og aðra hæfni. Ef þér finnst þig skorta viljastyrk gætir þú reynt að fá utanaðkomandi hjálp til að þjálfa hann upp
Fyrirgefðu sjálfum þér og öðrum.
Fyrirgefningin er ein mikilvægasta dyggð mannsins, Það er nauðsynlegt að vera ekki stöðugt að erfa allt mögulegt við annað fólk, Ef þú kannt ekki að fyrirgefa bitnar það aðeins á þér. Oftast hefur sá sem „braut af sér“ ekki hugmynd um það og enn síður að þú þjáist vegna gjörða hans. Hann hugsar ekki um atvikið en heldur áfram að njóta lífsins meðan þú íþyngir sjálfum þér með erfiðum tilfinningum. Það er tilgangslaust að vera sífellt að áfellast aðra. Hitt er þó kannski enn verra og erfiðara að kunna ekki að fyrirgefa sjálfum sér. Í þessu sambandi er hægt að benda á að ef þú hefur ekki fyrirgefið þér eitthvað sem henti í fortíðinni og ert sífellt að velta þér upp úr því hefurðu þegar tekið út svo mikla þjáningu að það er orðið meira en nóg refsing fyrir mistök þín. Hvaða ástæða er þá til að lengja kvölina? Það bætir allra síst ástandið. Þú átt valið. Að hlekkja þig við mistök fortíðarinnar eða takast á við líf þitt
Sjá einnig: 8 algeng mistök sem konur gera sem bitna á heilsunni
Lifðu í núinu.
Fjöldi fólks frestar hamingjunni. Það puðar og puðar og lifir skítalífi i þeirri von að þegar einhverju marki sé náð og þetta eða hitt gerist verði það hamingjusamt. En hvað um daginn í dag, núið? Við vitum aldrei hvað við fáum langan tíma í þessu lífi. Hví þá að lifa eins og við séum á einhverri leikæfingu í stað þess að njóta sjálfs leiksins, hvers augnabliks lífsins? Líttu á hvern dag sem heilt líf í sjálfu sér. Lifnaðu við að morgni og kveddu síðan að kveldi. Það sem er þarna á milli á að skipuleggja sem afmarkaða heild og lifa eftir því. Núið er allt sem þú átt, Fortíðin er liðin og framtíðin ókomin. Hvað sem þú ert að fást við ættirðu alltaf að reyna að njóta út í ystu æsar hvers augnabliks.
Skiptu um félagsskap.
Við erum öll undir áhrifum fólksins í kringum okkur, sem við umgöngumst daglega. Vinátta við jákvætt fólk getur kennt okkur að vera jákvæð. Maður getur smitast af vináttu við neikvætt fólk og orðið neikvæður. Gerðu þér grein fyrir því hvað þú vilt fá út úr lifinu og veldu þér síðan vini í samræmi við það. Kæruleysi varðandi þetta getur verið dýrt spaug.
Hláturinn lengir lífið.
Fólk hefur jafnvel sigrast á sjúkdómum með því aðallega að hlæja. Það er enginn vafi að hlátur hjálpar þér að losna við neikvæðar tilfinningar. Lærðu að horfast með kímni í augu við vandamálin. Slíkt getur auðgað líf þitt. Horfðu á gamanmyndir. og lestu fyndnar bækur, Hafðu augu og eyru opin fyrir öllu því skemmtilega í kringum þig. Snúðu þér af fullri alvöru að gamanseminni
Gættu að mataræðinu.
Borðaðu nærringarríkan mat, sambland af ferskum ávöxtum, grænmeti, hnetum, kolvetni, fiski og fuglakjöti. Slikt mataræði í hófi styrkir líkamann gegn álagi. Matur sem inniheldur C-vitamín, E-vitamín, magnesíum, kalí, kalk, zink, og fosfór er talinn koma að bestum notum við streitu. Grös eins og maðjurt, hjartafró, lárviðarlauf og kirsuber eru talin hafa róandi áhrif. Það er gagnlegt að gera sér grein fyrir hvort og hvernig mataræðið hefur áhrif á skap þitt. Reyndu að taka eftir því hvernig mismunandi fæða getur haft áhrif á líðan þína. Ekki breyta skyndilega um mataræði heldur þreifaðu þig áfram og skip tu smám saman út þeim mat sem þér líður ekki vel af.
Þjálfaðu líkama þinn mátulega.
Þú losar um spennu með bví að stunda líkamsrækt af einhverju tagi. Þegar þú gerir æfingar losna út í blóðrásina endorfin „sæluefnin“ sem eru hin eðlilegu vellíðunarhormón líkamans og skýra vellíðunartilfinninguna sem fólk finnur eftir leikfimi. Farðu hægt af stað og ráðfærðu þig víð fagfólk til aö ná sem bestum árangri
Farðu í nudd.
Með nuddi má slaka á spenntum vöðvum, draga úr verkjum og sársauka og bæta blóðrásina. Láttu við og við eftir þér að fara i nudd hjá fagmanni ef þú hefur efni á því. Þess á milli gæti maki eöa vinur lagt þér lið og lært að nudda þig á réttan hátt.
Hugaðu að líkamsstellingu og svip.
Líkamstelling og svipur fólks geta haft bein áhrif á liðan þess og skap. Réttu úr bakinu og vertu upplitsdjarfur og brostu við lífinu.
Lestu fleiri áhugaverðar greinar á
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.