Góð ráð varðandi barnauppeldi

Barnauppeldi er ein mesta ábyrgð, eitt erfiðasta og ánægjulegasta verkefni, sem fullorðnir takast á hendur.

Það er einnig það verkefni sem við fáum minnsta menntun til að leysa. Það veganesti, sem við fáum til ferðarinnar er úr okkar eigin umhverfi og uppeldi. Það getur haft í för með sér að gamalt hegðunarmynstur úr eigin æsku smitast yfir á börnin okkar. Ef rætt er fyrirfram hvaða uppfræðsla og takmarkanir muni viðhafðar í fjölskyldunni og hvaða aðferðum muni verða beitt, er í sameiningu og með lestri bóka um efnið, hægt að hafa barnauppeldið markvissara en ella.

Hvers vegna er þörf á aga?

Agi er óhjákvæmilegur í barnauppeldi því með honum kennum við börnunum hvaða hegðun er viðeigandi.

Með því að setja barninu mörk fær það tilsögn í siðum samfélagsins. Barnið lærir hvaða kröfur eru gerðar til þess og einnig sjálfsaga. Þetta er nauðsynlegt ef barnið á að verða ábyrg manneskja.

Agi er vandmeðfarinn, en hér skiptir miklu máli að vera sjálfum sér samkvæmur. Í barnauppeldi er mikilvægt að viðhalda þeim reglum sem þú setur. Ósamkvæmni og agaleysi leiða af sér rugluð, rótlaus börn, sem stöðugt þenja foreldra sína til hins ýtrasta til að reyna að komast að samhenginu í tilverunni.

 

Sjá einnig: Dauðsfall – hvað segi ég barninu?

Foreldrar verða að vera sjálfum sér samkvæmir. Sérstaklega ef þeir eru þreyttir og langar mest til að láta undan. Það er skiljanlegt, það er þung ábyrgð að vera foreldri 24 tíma á sólarhring. Því er til mikilla bóta ef þeir ræða fyrirfram hvernig þeir vilja hafa þetta. Þá geta þeirð stutt hvort annan þegar þær aðstæður skapast að freistandi er að kaupa sér frið með undanlátsemi.

Hvernig má hjálpa barninu að byggja upp sjálfstraust?

Sjálfsmynd barnsins mótast frá fyrsta degi. Barnið skynjar sjálft sig gegnum þig. Það heyrir raddblæ þinn þegar þú talar við það. Það sér og þekkir líkamstjáningu þína betur en nokkur annar. Það fylgist áhugasamt með svipbrigðum foreldranna. Það heyrir hvert einasta orð, sem þeir segja við það. Það myndar sína eigin sjálfsmynd út frá öllu sem foreldrarnir segja og gera. Þannig hafa þeirú gífurleg áhrif á þroska barnsins með hátterni sínu og talsmáta.

Barn verður hreykið ef því er hrósað, þá finnst því það vera og geta gert eitthvað sem skiptir máli. Með því að örva barnið til að gera allt sem það ræður við lærir það hvað það getur og stuðlar að sjálfstæði.

Það er auðvelt að falla í þá gryfju í uppeldinu að veita slæmri hegðun of mikla athygli. Þá er hætt við sífelldri gagnrýni. Ef barninu finnst það aðeins fá reiði og aðfinnslur heggur það skarð í sjálfstraust þess. Hrós fyrir góða hegðun hefur betri áhrif en látlaus gagnrýni.

Faðmlag og hrós þegar barnið kemur vel fram hvetur það til dáða og styrkir sjálfsmynd þess. Hafa ber í huga að það er barninu lífsnauðsynlegt að heyra þig segja því að þú elskir það.

Sjá einnig: Nokkrar pottþéttar leiðir til að klúðra uppeldinu

Ef barnið hefur brotið af sér á að átelja það fyrir hina slæmu hegðun, en ekki að rakka barnið sjálft niður sem manneskju. Allir gera mistök. Segja þarf barninu að foreldrarnir sætti sig ekki við þessa hegðun og að þú viljir ekki að þetta komi fyrir aftur, en segðu barninu einnig að þú elskir það.

Ef hæðst er að barninu eða það borið saman við önnur börn/systkini, því í óhag, finnst því það lítilsvert og ástlaust. Þetta er gagnslaus uppeldisaðfer og skaðar ævinlega sjálfsmynd barnsins.

Hvernig verjum við meiri tíma með fjölskyldunni?

Í nútímaþjóðfélagi er oft naumur tími til samvista með fjölskyldunni. Foreldrar þurfa að sinna vinnu, börnin eru í skóla og tómstundaiðkun.

Það getur verið góð hugmynd að samræma tíma fjölskyldunnar svo að öll fjölskyldan haldir sameiginlegar máltíðir kvölds og morgna. Það er mikilvægt fyrir alla fjölskylduna að hittast að tala saman. Börnunum er einnig mikilvægt að hafa fast skipulag. Sameiginlegar máltíðir gefa kost á að segja frá viðburðum dagsins. Leyfa þarf öllum að segja frá og hlustið af athygli.

Börn kunna að meta ef sérstakir dagar eru fráteknir fyrir samveru með þeim. Til dæmis að fara með pabba á bókasafnið á fimmtudögum, eða í sund með mömmu á föstudögum. Skipuleggðu þetta gjarnan með börnunum.

Þegar börnin koma og spyrja spurninga eða vilja ræða um eitthvað, skal gefa þeim nægan tíma. Ef þau fá alltaf að heyra ,,ekki núna, ég hef ekki tíma, missa þau áhugann á að deila með þér hugsunum sínum.

Það er líka hollt fyrir fjölskylduna að vera meira saman. Það getur verið að leika sér saman, spila spil í hálfan dag, fara á tónleika, í bíó, leikhús o.s.frv.

Hvað lærir barnið þitt af góðum samskiptum?

Það eykur barninu skilning á eðli tilverunnar ef það fær alltaf útskýringar. Foreldrar ættu að gefa sér tíma til að gefa því greinargóðar útskýringar. Ef þeir gera það fer barnið að hugsa þannig sjálft og fær miklu betri máltilfinningu og skýrari hugsun.

Sjá einnig: 6 hlutir sem þú átt aldrei að segja við börnin þín

Geri foreldrar alltaf grein fyrir væntingum sínum og tilfinningum lærir barnið að það er leyfilegt og rétt að tala um þannig lagað. Það lærir að vera opið og að það er leyfilegt að gera kröfur til annarra.

Þegar fjölskyldan þarf að kljást við vandamál viðkomandi barninu sem þarf að leysa (og sem er ekki þess eðlis að það er á ábyrgð foreldranna sjálfra) er rétt að ræða út um það. Reyna þarf að finna leiðir til bóta í samráði við barnið. Það er mikilvægt þegar lausnir eru skoðaðar sé einnig litið á afleiðingar þeirra, því að þær skipta miklu máli þegar velja á lausnina. Gefa skal tillögum barnsins gaum og leyfa því að taka þátt í ákvörðunartöku. Þetta þýðir ekki að barnið eigi að ráða, en að fjölskyldan kemst að sameiginlegri niðurstöðu.

Ef um er að ræða málefni sem foreldrar telja að bjóði upp á takmarkaða möguleika, geta þeir boðið upp á þá kosti sem standa til boða og leyft barninu að taka aðeins þátt í niðurstöðunni.

Barn sem tekur þátt í þannig samræðum öðlast mikið sjálfstraust, heilbrigt sjálfsmat og lærir leikreglur góðra samskipta.

Hvaða þýðingu hafa foreldrar sem fyrirmynd?

Barnið fylgist stöðugt með foreldrunum og meðtekur og lærir af þeim hvernig á að haga sér hér í heimi. Þeir munu komast að því að þeir eiga eftir að heyra barnið endurtaka orðrétt eitthvað, sem þeir hafa sagt. Þeir munu sjá sína eigin hegðun endurspeglast hjá barninu.

Þeir hafa geysilega þýðingu fyrir barnið sem fyrirmynd. Komi þeir fram af virðingu, heiðarleika, vinsemd, gestrisni, rausn og hrósa því, er líklegt að barnið verði þannig líka.

Foreldrar bera ábyrgð á að vísa barninu veginn og geta gert því mikið gagn með uppörvun, með skýrum skilaboðum um til hvers er ætlast af því, hvaða væntingar þeir hafa til þess og með því að tjá því skilyrðislausa ást þína.

 

Fleiri frábærar heilsutengdar greinar á doktor.is logo

SHARE