Margir stríða við vandamál sem er þveröfugt við offitu:Þeir eru of grannir og geta ekki þyngst! Einna erfiðast er það þeim sem þjást af þrálátum sjúkdómi sem rænir þá matarlystinni og eykur brennsluna. En fullfrískir menn eiga líka við þennan vanda að etja. Staðreyndin er að margir standa í ströngu við að halda þyngdinni í skefjum en til er hópur grannra manna sem á í jafn miklum raunum við að þyngja sig um 4-5 kíló.
Dæmigerð saga um of létta manneskju
Ég er 32 ára kona sem er orðin dauðleið á að heyra allt um megrunarkúra því ég á í vandræðum við að bæta á mig. Ég reyki ekki, er kyrrsetumaður, og hef gripið til þess ráðs að drekka þeyttan rjóma og bjór. Ég sykra allan mat og ég er brjáluð í nammi. Núna eftir að hafa átt tvö börn er ég 51 kíló sem er að minnsta kosti 5 kílóum of lítið miðað við að ég er 172 cm á hæð. Mamma mín átti við sama vanda að stríða. Er til eitthvert lyf sem eykur þyngd mína? Áttu ráð varðandi mataræði?
Grannt fólk er langlífara en gildvaxið fólk
Það er hárrétt að þessi kona er of létt miðað við hæð: BMI BMI-gildi þessarar konu er 17,2 kg/m2. Til að byrja með er hægt að hugga sig við að grannt, reyklaust fólk sem er grannt að upplagi, er samkvæmt tölfræðinni langlífara en annað fólk. Hins vegar er ekki vitað hvers vegna sumt fólk fitnar ekki þrátt fyrir mikla fyrirhöfn við það að bæta á sig kílóum.
Ástæður þess að of lítil þyngd er eðlileg
Of lítil þyngd stafar oftast af reykingum en þær minnka matarlystina og auka brennsluna. En þetta er einnig þekkt meðal þeirra sem ekki reykja. Rannsóknir benda til þess að margir sem eru of léttir þjáist ekki af átröskunum en eigi samt í erfiðleikum með að þyngjast. Grannt fólk hneigist til þess að hreyfa sig meira og borða mat með minna fituinnihaldi en gildara fólk snæðir. Ýmislegt bendir einnig til þess að erfðir stjórni því líka hve grannt fólk er. Hugsa sér ef hægt væri að troða áhrifum þessa erfðaefnis í pillur!
Ráðlegt mataræði fyrir þá sem eru of léttir
Ef mataræðið er frekar fitusnautt er hægt að bæta á sig með því að minnka neysluna á saðsömum, flóknum kolvetnum (kartöflum, brauði, grænmeti, hrísgrjónum, pasta) og borða meira af einföldum kolvetnum sem eru ekki eins saðsöm (ávöxtum, sérstaklega þurrkuðum, berjum, sultu, ávaxatasafa og strásykri) og gæta þess einkum að auka fituinnihaldið í matnum sem borðaður er. Til að hraða ekki æðakölkun og auka hættuna á blóðtappa, ætti sérstaklega að neyta meira af einómettaðri of fjölómettaðri fitu og nota þess vegna meira af repjuolíu, ólífuolíu, sólblómaolíu og smjörlíki við matargerðina, borða meira af avókado, jarðhnetum, hnetum, möndlum og auk þess feitan fisk(makríl, lax, sardínur og síld). Einnig mætti bæta fæðuna með því að fá sér lýsi daglega. Meiri neysla einómettaðrar fitu og lýsis eykur ekki hættuna á hjartæðasjúkdómum og sykursýki. Gott, dökkt súkkulaði og tvö vínglös auka hitaeiningafjölda fæðisins. Ef þessi ráð duga ekki er hægt að fá næringarfræðing til að fara yfir mataræðið og sníða það að persónulegum þörfum.Ekki er til neitt lyf sem leysir úr þessum vanda sem þú átt við að glíma.
Minni hreyfing
Hraust, reyklaust fólk sem á erfitt með að þyngjast er iðulega fólk sem hreyfir sig meira en annað fólk. Það getur ekki setið kyrrt og hefur náttúrulega, ef til vill erfðafræðilega þörf fyrir að vera á sífellu iði. Þetta sífella ið eykur bruna og er góð vörn gegn of mikilli þyngd en þessi tilhneiging getur líka orðið til þess að halda manni grönnum og gera manni ómögulegt að þyngjast. Það væri því ráðlegt að minnka við sig hreyfinguna ef fyrrnefnt mataræði dugir ekki til.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.