Ungt par sat á veitingastað á Valentínusardaginn og gerði sér glaðan dag. Þau fengu sér mat, vín og eftirrétt og nutu félagsskapar hvors annars. Þegar þau biðu eftir að fá reikninginn fengu þau miðann hér fyrir ofan. Þá höfðu hjónin sem sátu á næsta borði borgað reikninginn þeirra áður en þau fóru. Unga parið fékk ekki tækifæri til að þakka hjónunum sem borguðu reikninginn enda voru þau líklega ekki að leitast eftir því.
Á miðanum stóð:
“Tilviljanakennt góðverk. Það eina sem við biðjum um er að einn daginn deilir þú góðverkinu áfram. En núna skuluð þið njóta æskunnar, vináttunnar,ástarinnar, verið góð við hvort annað og gangi ykkur vel”
Reikningurinn var upp á 32 þúsund krónur íslenskar.
Átt þú sögu eða mynd af tilviljunarkenndu góðverki (random act of kindness)?
Við hvetjum þig til að senda okkur sögu eða mynd af góðverki frá ókunnugum