Svo lengi sem sólin kemur upp getum við konur gengið að þeirri staðreynd sem vísri, að gallabuxur eru klassískar. Eru alltaf móðins, þrátt fyrir að þær gömlu klórþvegnu séu úr sér gengnar (gera þær ekki annars comeback bráðlega?) og útfærslurnar eru endalausar.
Mömmubuxurnar, eins og tískufrömuðurinn og gallabuxnaritstjórinn Kelly Connor hjá Vogue (jú, það er starfstitill líka og er borinn fram sem Denim Editor á frummálinu) fer djúpt ofan í saumana á trendinu í myndbandinu hér að neðan og eins og ætla mætti undirstrikar hún gamalkunna staðreynd; gallabuxur eru alltaf í tísku og þeim má klæðast við öll möguleg tækifæri.
Áttu gamlar uppi í skáp? Dustaðu af þeim rykið. Tískan gengur í hring og mömmusniðið er IN í dag!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.