Gömlu ónýtu fötin gætu verið verðmæt

Verslunin Belladonna er með göfugt verkefni í búðinni hjá sér þessa vikuna. „Við bjóðum viðskiptavinum okkar að fá eitthvað fyrir gömlu ónýtu fötin sín, með því að koma með þau til okkar í  Belladonna á endurvinnsludögum NO SECRET og nota þau sem hluta af greiðslu upp í nýja flík,“ segir Stella hjá Belladonna.

14192068_1167091203351479_7074671550367008138_n

Stella segir að NO SECRET sé þýskt merki sem er með klassískan og þægilegan hversdagsfatnað, úr góðum efnum og á sanngjörnu verði. Hugmyndin að þessu verkefni er komin frá Þýskalandi – þar sem mikið er lagt uppúr endurvinnslu.

Viðskiptavinir sem koma með gamlar/ónýtar buxur í endurvinnslu, fá 1.850 kr upp í nýjar buxur frá NO SECRET.

Viðskiptavinir sem koma með gamla/ónýta boli í endurvinnslu, fá 1.230 kr upp í nýjar buxur frá NO SECRET.

14720420_1204581812935751_4244304059127153354_n

Við munum síðan senda þau föt sem skilað er inn, í endurvinnslu hjá Rauða krossinum. Athugið að verkefnið verður í gangi út 18. febrúar. 

Sjá nánar á Facebook síðu verslunarinnar

SHARE