Að utan lítur þetta hús út eins og hvert annað vöruhús en það er svo langt frá því að vera raunin, þegar inn er komið. Húsið var byggt um 1930 og er í Melbourne í Ástralíu. Það var notað í stríðinu sem æfingahúsnæði hersins.
Þau Mark Rubbo og eiginkona hans, Wendy, keyptu þetta hús árið 2014. Þá var húsið í raun bara skel. Þau hafa tekið húsið algjörlega í gegn og það er nú allt annað hús. Þau leituðu til vinkonu sinnar sem er arkitekt, Maggie Edmond, og hannaði hún innviði heimilisins.
Heimildir: DailyMail
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.