Gómsætar pönnukökur með önd, gúrku og vorlauk

Þessa uppskrift ættu allir að prófa. Einstaklega góðar og einfaldar pönnukökur með önd, gúrku og vorlauk.

 Sjá einnig: Auðvelt Chow Mein

Hráefni:

2 andarbringur

4 matskeiðar Blue Dragon Light Soy Sauce

1 matskeið fínmalaður sykur

1 matskeið ólívuolía

1 gúrka skorin í ræmur

6 vorlaukar skornir í ræmur

1 pakki Blue Dragon Spring Roll Wrappers

Blue Dragon Hoi Sin (til að dýfa)

photo 8

 

Blandaðu saman soya sósunni og sykrinum, settu bringurnar í plastpoka ásamt blöndunni og leyfðu pokanum að liggja í ísskáp í lágmark klukkustund (má vera mun lengur)

Margir kjósa að taka skinnið af bringunum og það er í góðu lagi, ég kýs að halda því á fram yfir eldun svo þær verði ekki þurrar. Eldaðu svo bringurnar á pönnu við vægan hita í um það bil 7 mínútur á hvorri hlið. Passaðu að olían sé orðin heit áður en bringurnar fara á pönnuna. Þú vilt leyfa bringunum að standa í nokkrar mínútur áður en þú skerð þær.

Sjá einnig: Dásamlega ljúffeng karrí- og kókosnúðlusúpa

photo 2

Það má skera öndina í mun minni bita en þetta.

Þann tíma er gott að nota til að klára meðlætið, skerðu gúrkuna og laukinn í renninga svo það passi betur í pönnukökurnar. Skerðu því næst bringurnar í sneiðar eða litla bita.

Taktu pönnukökurnar og dýfðu þeim í heitt vatn ef þú vilt að þær lokist alveg en það má líka hita þær örlítið í örbylgjuofni. Ætlir þú að nota heita vatnið taktu þá eina í einu og raðaðu öndinni, gúrkunni og lauknum í pönnukökuna, rúllaðu þeim svo upp og lokaðu fyrir endana.

Það er algjört lykilatriði að hafa góða sósu með þessu, ég notaði Blue Dragon Hoi Sin sósuna og er hún alveg brjálæðislega góð, það má líka nota Blue Dragon Plómu sósuna en hún kemur skemmtilega á óvart.

photo 6 (1)

Þessi smakkaði gæsina og gaf henni toppeinkunn.

Sjá einnig: Syndsamlega ljúffengt satay-kjúklingasalat

Núna er Blue Dragon vika í fullum gangi á hun.is. Við munum birta tvær uppskriftir á dag, í heila viku. Í byrjun næstu viku munum við svo draga út stórglæsilega Blue Dragon gjafakörfu. Það sem þú þarft að gera er að skilja eftir athugasemd hér að neðan og þá ertu komin/n í pottinn.

Hafðu í huga: því fleiri Blue Dragon uppskriftir sem þú skrifar athugasemd við – því meiri möguleikar á vinningi.

SHARE