Góðir karrýréttir eru í uppáhaldi hjá mér, sérstaklega grænt karrý þó það sé erfitt að gera upp á milli.
Sjá einnig: Auðvelt Chow Mein
Undirbúningstími: 8 mínútur
Eldunartími: 10 mínútur
Fyrir hversu marga: Fjóra
Að vanda þá mæli ég með WOK pönnu þegar við eldum austurlenska rétti. Það er einstök stemning að elda á góðri WOK pönnu. Ef við eigum hana ekki þá björgum við okkur með að nota stóra djúpa pönnu.
Hráefni:
2 stórar kjúklingabringur
4 kökur af Blue Dragon eggjanúðlum
2 tsk af olíu, ég nota Filippo Berio ólívuolíu
1 krukka Thai Green Curry Paste
1 dós 400 ml deSIAM Coconut cream
1 stk rauð papríka
1 stk gul paprika
1 stk rauðlaukur
sesamfræ
ólívuolía – Filippo Berio
Tilda hvít hrísgrjón – fyrir fjóra
sojasósa
Undirbúningur:
Sjá einnig: Chili kjúklingaspjót með kókosnúðlum
Kjúklingurinn:
Skerum kjúklinginn niður í þunna strimla, svipað og litli putti. Hitum olíu á pönnu og fullsteikjum. Það er gott að krydda kjúklinginn, með pipar, paprikudufti og örlitlu salti. Tökum kjúklinginn af pönnunni og geymum til hliðar.
Hrísgrjónin
Sjóðum hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum.
Grænmetið:
Skerum grænmetið í strimla, nema vorlaukinn við skáskerum hann.
Byrjum að elda:
Setjum hæfilegt magn af ólívuolíu á WOK pönnuna, ekki hafa hana of heita,
Bætum paprikunni og vorlauknum út í og steikið í tvær mínútur. Steikjum örlítið lengur með dálitlu af sesamfræjum .
Hellum Blue Dragon Green Curry Paset yfir grænmetið og Coconut cream. Það er hægt að nota coconut milk, en áferðin á sósunni verður skemmtilegri með cream að mínu mati. Þið veljið eftir smekk. Hrærum þessu saman af tilfinningu og lofið að malla á pönnunni í smástund eftir að þið bætið kjúklingnum út í.
Berið fram með hrísgrjónunum og salati. Við erum ekki vön að fá salat með þessum rétt, en mér finnst gott að hafa það með sérstaklegaa þegar það er koma sumar. Ekki gleyma að hafa góða sojasósu með hrísgrjónunum.
Sjá einnig: Teriyaki „Stir Fry“ kjúklingur