Þessa snilld fann ég á blogginu hennar Tinna Bjargar og hef búið til þó nokkrum sinnum. Pottrétturinn er bæði hollur og sjúklega gómsætur – alveg ekta þriðjudagsmatur.
Þú finnur bloggið hennar Tinnu einnig á Facebook og mæli ég eindregið með því að þú smellir einu like á það þar.
Sjá einnig: Pottréttur með kalkún, eplum og karrí – Uppskrift
Sætkartöflupottréttur
1 og 1/2 laukur
olía
1/2 – 1 tsk chiliduft
3 msk milt karrýmauk
3-4 msk tómatmauk
1 sæt kartafla
3 stórar gulrætur
1 lítið brokkólíhöfuð
1 dós kókosmjólk
1 dós nýrnabaunir
1 dós niðursoðnir tómatar
2-3 teningar grænmetiskraftur
svartur pipar
sjávarsalt
- Saxið lauk og svissið í stórum potti með smá olíu í nokkrar mínútur eða þar til hann hefur linast. Bætið við chilidufti, karrýmauki og tómatmauki.
- Afhýðið og skerið sæta kartöflu og gulrætur í smáa teninga ásamt brokkolíi og blandið vel saman við laukinn og kryddið.
- Skerið niðursoðna tómata í hæfilega stóra bita og bætið í pottinn ásamt kókosmjólk og nýrnabaunum sem þegar hafa verið sigtaðar.
- Smakkið pottréttinn til með grænmetiskrafti, svörtum pipar og sjávarsalti.
- Hitið upp að suðu og látið krauma við vægan hita í 50 mínútur eða þar til sætu kartöflurnar og gulræturnar verða mjúkar.
- Berið fram með góðu brauði
Sjá einnig: Æðislegur saltfiskpottréttur – Uppskrift
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.