Georgette og Bernard Cazes skráðu sig inn á hótelið í París, í seinustu viku. Þau stimpluðu sig aldrei út af hótelinu. Þau fundust látin á hótelherberginu sínu á einu rómantískasta hóteli Evrópu. Þau sviptu sig lífi saman.
Ástæðan fyrir þessu er sláandi og ætti að fá stjórnvöld í Frakklandi til að endurskoða nokkur mál hjá sér.
Georgette og Bernard voru gift í 60 ár. Þau fundust látin saman á hótelherberginu, hönd í hönd.
Synir hjónanna vissu að þau höfðu verið að plana sinn eigin dauðdaga árum saman. Hjónin vildu nefnilega ekki verða byrði á fjölskyldu sinni. Þau skildu eftir miða þar sem „kröfðust þess að fá að deyja á mannsæmandi hátt“.
Hjónin voru með öll sín mál á hreinu í fjármálunum og voru búin að skrifa erfðaskrár. Ekki er vitað til þess að þau hafi verið eitthvað líkamlega veik. Þau höfðu pantað sér morgunmat um morguninn, til þess að vera viss um að lík þeirra fyndust fljótt.
Hjónin eru talsmenn líknardrápa en eins og staðan er í dag eru líknardráp ólögleg í Frakklandi, sama við hvaða aðstæður það er. Árið 2005 voru samt lög samþykkt sem leyfa sjúklingum að hafna róttækum læknismeðferðum. Hjónin vildu með þessu senda stjórnvöldum skilaboð.