Þessi ljósmynd er tekin af vinnukonum í kringum aldamótin 1900 í Belfast á Írlandi. Eins og við getum flest gert okkur í hugarlund var ekki mikið um Photoshop á þeim árunum, en það er einmitt þess vegna sem þessi ljósmynd hefur látið kalt vatn renna á milli skinns og hörunds eftir að hún komst upp á yfirborðið.
Sjá einnig: Er þetta „draugur“? – Mamman trúir ekki sínum eigin augum
Ef þið horfið gaumgæfilega á konuna sem stendur í annari röð lengst til hægri, má sjá að það hvílir hendi á öxl hennar. Hvaðan í ósköpunum kom þessi hendi eiginlega? Maður spyr sig.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.