Selena Gomez, sem leggur brátt lokahönd á nýja breiðskífu, virðist staðráðin í að sanna fyrir umheiminum að dagar Disney séu að baki og að Gomez sé einmitt orðin fullorðin kona sem veit hvað hún syngur.
Sjá einnig: Selena grætur í nýju lagi: Beitt ofbeldi af Bieber?
Nýjasta útspil Selenu er útgáfa smáskífunnar Good For You þar sem enginn annar en hiphop listamaðurinn A$AP Rocky fer með nokkur erindi sjálfur, en meðal annars má heyra hann fara með línurnar:
Hold on, take a minute, love
Cause I ain’t trying to mess your image up
Lie we mess around in triple cuffs
Stumble round town, pull your zipper up
Smáskífan Good For You er önnur smáskífa Selenu af óútkominni breiðskífu hennar en áður gaf stúlkan út smellinn The Heart Wants What It Wants þar sem hún virtist gera upp tilfinningalegan storminn sem augljóslega ríkti í samskiptum þeirra Bieber.
Sjá einnig: A Man’s Story: A$AP Rocky fetar í fótspor Salvatore Ferragamo
Ágætur sumarsmellur sem lofar góðu og þá er að bíða breiðskífunnar!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.