Þessi dásemd kemur frá þeim systrum hjá Matarlyst
Þið missið af miklu ef þið prufið ekki….
Þessi er hreinlega stórkostleg í einu orði sagt, ég segi ekki meir.
Er dásamleg með öllu t.d lambi, kjúkling, lax, silung, salati,
bæði sem dressing/sósa og til að marenera.
Sjá meira: smjorsteikt-bleikja-ad-haetti-hafdisar
Hráefni:
3 msk pressað/rifið engifer
1 msk pressaður hvítlaukur
1 búnt steinselja
200 g hunang
4 msk dijon sinnep
500 ml olivu olía ljós
1 tsk sjávarsalt
1 tsk nýmalaður pipar
Aðferð:
Skrælið engifer og hvítlauk pressið í hvítlaukspressu, setjið í matvinnsluvél ásamt öllum hinum hráefnunum, maukið saman.
Smakkið til ef þarf með salti og pipar.
Geymist í ískáp.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!