Grænmetissúpa

Þessi súpa er æðisleg og kemur frá Allskonar.is. Þú getur notað allskonar grænmeti í hana og hún hitar öllum að innan.

 

Grænmetissúpa fyrir 4

  • 500gr hvítkál, fínsneitt
  • 1 msk ólífuolía
  • 3 skallottulaukar, fínsaxaðir
  • 1 gulrót, fínsöxuð
  • 200gr blómkál, grófsaxað
  • 200gr sellerírót, í litlum bitum
  • 1/2 paprika, í litlum bitum
  • 2 msk tómatpúrra
  • 1 tsk paprikuduft
  • 1 tsk cuminfræ
  • 1 L vatn
  • 2 teningar grænmetiskraftur
  • 1 lárviðarlauf
  • 1/2 rautt chili,  fínsneitt
  • 1/2 tsk timian, þurrkað
  • salt og pipar

Undirbúningur: 20 mínútur

Suðutími: 25 mínútur

Settu olíuna í stóran pott yfir meðalhita. Svissaðu hvítkál, lauk, sellerírót, blómkál, gulrætu og papríku í olíunni í 4-5 mínútur. Bættu þá við tómatpúrrunni og paprikuduftinu ásamt cuminfræjunum og steiktu í 2-3 mínútur

Bættu nú í pottinn vatninu, grænmetiskraftinum, chiliinu og lárviðarlaufinu og láttu suðuna koma upp. Lækkaðu undir suðunni og láttu malla þar til grænmetisbitarnir fara að mýkjast, eða í um 8-10 mínútur.

Kryddaðu til með timian og salti og pipar eftir smekk.

Dásamleg súpa með smá sýrðum rjóma ofan á og nýbökuðu brauði.

 

Endilega líkið við Facebook síðu Allskonar. 

allskonar-logo2

SHARE